Falleg eign staðsett á hinu eftirsótta svæði Lomas de Cabo Roig. Eignin býður upp á bjarta og opna stofu, með opið inní eldhús sem er í amerískum stíl og með borðkrók.
Sólrík verönd og garður með sjávar útsýni.
Svalir eru útfrá hjónaherberginu, einkabílastæði og aðgangur að sameiginlegri sundlaug.
Raðhúsið er fullbúið, tilbúið fyrir þig til að flytja inn og byrja að njóta Costa Blanca lífsstílsins.
Með frábærri staðsetningu í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá ströndinni er þetta heimili tilvalið sem orlofsstaður eða sem heimili allt árið um kring.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að eiga heimili með sjávarútsýni í Lomas de Cabo Roig!
Viltu fá fleiri upplýsingar um þessa eign? Hafðu þá samband hér. Eða í síma 616 8880
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir. Pantaðu upplýsingar um skoðunarferðir hér.
Kostnaður við kaupin: Ofan á auglýst verð kemur 10% spænskur söluskattur. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3 til 4 % kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13 til 14%.
Við erum í samtarfi við flesta byggingarverktaka og fasteignasölur á Costa Blanca svæðinu.
Við getum einnig bent þér á lána fyrirtæki sem lánar allt að 70% af kaupverði.
Hafðu samband ef þú vilt fá upplýsingar um lán á Spáni: Smella hér.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2016 og á Íslandi frá árinu 2004
Sigurður er löggildur fasteignasali á Íslandi og Ágústa hefur lokið námi í löggildingu fateigna á Spáni.