Glæsilegt hús á 450 m² lóð, staðsett í Rojales.
Húsið er um 105 m² með góðri stofu/borðstofu. Eldhúsið rúmgott og er vel búið tækjum.
Úr stofu er gengið inn í svefnherbergi og baðherbergi. Í húsinu er hjónaherbergi með sér baðherbergi, tvö svefnherbergi til viðbótar, öll með innbyggðum fataskápum og annað baðherbergi.
Garðurinn er lokaður með hliði, það er bílastæði á lóðinni.
Einkasundlaug, sem er 6x4 metrar, útisturta, geymsla og sólbekkir.
Á húsinu eru 14 sólarrafhlöður, varmadæla og varmaaflkerfi og selst fullbúið húsgögnum. Þú þarft bara að flytja inn.
Viltu fá fleiri upplýsingar um þessa eign? Hafðu þá samband hér. Eða í síma 616 8880
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir. Pantaðu upplýsingar um skoðunarferðir hér.
Kostnaður við kaupin: Ofan á auglýst verð kemur 10% spænskur söluskattur. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3 til 4 % kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13 til 14%.
Við erum í samtarfi við flesta byggingarverktaka og fasteignasölur á Costa Blanca svæðinu.
Við getum einnig bent þér á lána fyrirtæki sem lánar allt að 70% af kaupverði.
Hafðu samband ef þú vilt fá upplýsingar um lán á Spáni: Smella hér.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2016 og á Íslandi frá árinu 2004
Sigurður er löggildur fasteignasali á Íslandi og Ágústa hefur lokið námi í löggildingu fateigna á Spáni.