Sumareignir kynna: Þessi fallegi íbúðarkjarni er ný kominn í sölu hjá okkur.
Um er að ræða glæsilegar íbúðir í San Miguel sem er fallegur lítill bær rétt fyrir ofan Torrevieja, öll þjónusta ásamt götumarkaði er í göngufæri.
San Miguel er um 10 km frá strönd og með nokkra flotta golfvelli í nágrenninu. stutt í allar aðal samgönguleiðir eins og hraðbrautina, á flugvöllinn og fleira.
Íbúðirnar eru með tveimur eða þremur svefnherbergjum og í boði eru 30 penthouse íbúðir.
Stærðir íbúða er frá 68 fm til 98 fm og svalir eru frá 24 fm til 129 fm.
Verðið er frá um 149.900 evrum eða rétt rúmum 22 milljónum ísl. kr. en ofaná verðið má reikna með um 13% kostnaði sem er spænskur söluskattur, stimpilgjöld og fleira.
Við teljum þetta vera ein bestu kaupin á Costa Blanca svæðinu í dag.
Þú getur pantað allar upplýsingar hjá okkur á tölvupósti hér. Eða hringt í Sumareignir í síma 616 8880