Ný raðhús á frábærum stað stutt frá allri þjónustu á Villamartin svæðinu.
Göngufæri frá La fuente kjarnanum með fullt af veitingahúsum, golfbúð, Mercadona matvörubúðinni og fl.
6 hús eftir öll með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Hægt er að bæta við þriðja svefnherberginu fyrir 12.500 evrur.
Verönd bæði fyrir framan og aftan húsin.
Þaksvalir.
Á jarðhæð er björt stofa og opið eldhús. Eitt svefnherbergi með góðum fataskápum. Baðherbergi. Verönd.
Á efri hæð er stórt svefnherbergi með fataskápum og baðherbergi. Stórar svalir.
Efst er síðan þaksvalir með plássi fyrir útieldhús og heitan pott.
Bílastæði á lóðinni.
Einka sundlaug 5.5 x 2.5 m .
Flott staðsetning, nálægt nokkrum golfvöllum eins og Villamartin, Las Ramblas og Campoamor, aðeins nokkra mínútna keyrsla í baðstrendurnar í Orihuela Costa.
Alicante flugvöllur er í 45 mín keyrslu frá þessu svæði.
Nokkrar stærðir í boði, hafðu endilega samband og við sendum þér allar upplýsingar og verðlista.
Panta upplýsingar hér.
Viltu fá fleiri upplýsingar um þessa eign? Hafðu þá samband hér. Eða í síma 616 8880
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir. Pantaðu upplýsingar um skoðunarferðir hér.
Kostnaður við kaupin: Ofan á auglýst verð kemur 10% spænskur söluskattur. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3 til 4 % kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13 til 14%.
Við erum í samtarfi við flesta byggingarverktaka og fasteignasölur á Costa Blanca svæðinu.
Við getum einnig bent þér á lána fyrirtæki sem lánar allt að 70% af kaupverði.
Hafðu samband ef þú vilt fá upplýsingar um lán á Spáni: Smella hér.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2016 og á Íslandi frá árinu 2004
Sigurður er löggildur fasteignasali á Íslandi og Ágústa hefur lokið námi í löggildingu fateigna á Spáni.