×

Þakíbúð í Los Dolses

Verð frá 495.000€ 74.400.907 ISK

Orihuela Costa - Costa Blanca South
 • 3 Svefnherbergi
 • 2 Baðherbergi
 • 85 m2

Þakíbúð í Los Dolses

Þessi einstaka þakíbúð sem snýr í suð-austur er staðsett á glæsilegum og friðsælum stað á svæðinu Villamartin og La Zenia.

Þessi þakíbúð er með bjartri stofu sem er opin inn í eldhús með innbyggðum tækjum og rúmgóðu skápaplássi.

Góður borðkrókur, útgengi á suðaustur svalir frá stofu.

Þrjú hjónaherbergi með skápum og tvö baðherbergi.

Hjónaherbergið er með sér baðherbergi með og sérsvölum.

Bæði baðherbergin eru einnig með gólfhita.

Glæsileg þakveröndin samanstendur af útieldhúsi, góðum nuddpotti og heillandi setusvæði með sólhlíf.

Stórkostlegt sjávarútsýni og útsýni yfir vel hirta sameiginlega garða.

Íbúðin er á efstu hæð hússins, með sér þakverönd og aðgengi með lyftu frá jarðhæð sem og úr kjallara. Úr kjallara er aðgangur að einkabílastæði og tveimur sérgeymslum.

Íbúðin er með sjávar útsýni og útsýni yfir sameiginlegan japanskan garð með nokkrum sundlaugum (þar af 1 upphituð) og fallegum sólbekkjum.

Þessi þakíbúð er tilbúin til innflutnings og er á einum besta stað, á milli Villamartin og La Zenia.

La Zenia er rótgróið og mjög eftirsóknarvert hverfi í sveitarfélaginu Orihuela Costa, staðsett 5 km suður af Torrevieja og 50 km frá flugvellinum í Alicante.

Hér býrð þú í stuttu göngufæri í nánast alla hugsanlega þjónustu. Það eru matvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús "rétt fyrir utan dyrnar" og þú finnur eina stærstu útiverslunarmiðstöð Spánar (Zenia Boulevard) í nágrenninu.

Svæðið er annars þekkt fyrir krítarhvítar sandstrendur með „bláfána“ stimplinum sem er meðal annars til marks um mikil vatnsgæði.

Fyrir þá sem eru að leita að stað sem hentar öllum í fjölskyldunni er þetta algjörlega fullkomið.

Í oktober 2023 komu í gildi ný lög á Spáni um fasteignasala. Fasteignasalar verða að hafa lokið sérstöku löggildingarnámi á Spáni til að geta selt fasteignir. Annars eru viðskiptin ótryggð með öllu og ólögleg og geta varðað sektum. 

Sumareignir hafa brugðist við og fengið þessi réttindi og nú getur þú keypt og selt fasteign í gegnum okkur án áhættu. 

 

Fá fleiri upplýsingar
Söluflokkur
Eldri eign
Tilvísunarnúmer
Sb787
Byggingar ár
2021
Orku vottorð
í vinnslu
Upplýsingar
Sundlaug
Sameiginlegt
Garður
Sameiginlegt
Margar eignir í hverju húsi. Hér er aðeins ein af þeim. Flestar nýjar eignir snúa í suður og
Suðaustur
Bílskur
Bílastæði í bílageymslu
Stærðir
Fermetra stærð eignar
85 m2
Stærð þaksvala
50 m2
Fjarlægðir
Fjarlægð frá flugvelli
40 Km
Fjarlægð frá strönd
7 Km
Fjarlægð frá bæjarkjarna
5 Km
Fjarlægð frá næsta golfvelli
5 Km
Smáatriði
 • Verönd
 • Húshitun
 • Bílskúr
 • Lyfta
 • Geymsla
 • Sólstofa
 • Heimilistæki
 • Húsgögn fylgja
 • Nuddpottur
 • Loftkæling

Óska eftir frekari upplýsingum um þessa eign

*
*
*
-
Cookie icon

Utilizamos cookies propias y de terceros para realizar análisis de uso y de medición de nuestra web para mejorar nuestros servicios. Si continua navegando, consideramos que acepta su uso. Para obtener más información aquí.