Vorum að fá í sölu þetta skemmtilega og vel staðsetta fjarkahús.
Húsið snýr í suður, með sólríkum garði og einkasundlaug.
Stofa, eldhús og eitt svefnherbergi á jarðhæð.
Útgengt út á flísalagða suður verönd.
Þrjú svefnherberbergi eru í húsinu eitt niðri og tvö á efri hæð öll með loftkælingu.
Eitt baðherbergi á jarðhæð með sturtu, salernis aðstöðu og þvottavél. Annað baðherbergi er á efri hæð með baðkari, sturtuaðstöðu og salerni.
Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi.
Á efstu hæð hússins eru góðar þaksvalir með sjávarútsýni.
Fyrir framan húsið er góð verönd og gervigras ásamt einka sundlaug og útisturtu.
Húsið hefur góða leigumöguleika.
Vel staðsett, stutt í allskonar þjónustu, markaði og strönd.
Sjón er sögu ríkari!