Glæsileg penthouse íbúð í nýjum íbúðakjarna í Punta Prima.
Fallega innréttuð íbúð með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.
Íbúðin er björt og skemmtileg, með stórum svölum og útsýni yfir sundlaugargarðinn sem er í suðrænum stíl.
Stórar 32 fm svalir og 85 fm þaksvalir með stórkostlegu útsýni.
Stæði í bílageymslu og geymsla fylgja íbúðinni.
Garðurinn í kringum íbúðakjarnann er uppbyggður í suðrænum stíl með á sem rennur gegnum slökunarsvæðið.
Tvær sameiginlegar sundlaugar, nuddpottur, sauna og líkamsræktarstöð. Vatnsleikjasvæði fyrir börn og einnig leiksvæði fyrir börnin.
Frábær staðsetning.Stutt í alla þjónustu,
Veitingastaðir og verslanir í göngufæri.
Innan við 10 mín keyrsla á vinsæla golfvelli.
30 til 45 mín keyrsla á Alicante flugvöllinn.
Það eru einungis örfáar íbúðir eftir í þessum fallega íbúðakjarna.